Fjarnám í háskóla
Er það raunhæft að vera í háskólanámi með fullri vinnu? Ég hef verið að skoða aðallega viðskiptafræði í HA og líka aðeins hjá Bifröst en er mest hrifinn af HA. Ég vinn helvíti langa vinnudaga, alla virka daga byrja alltaf 07:00 og er oftast hættur kringum 18:00 og stundum jafnvel lengur….Er það kannski of mikið álag að vera bæði í 100% námi og vinnu? Myndi henta betur að fara í vaktavinnu eða hvað? Langar að heyra frá ykkur.