Hvar finn ég single blade razors?
Góðan daginn gott fólk.
Getur einhver ráðlagt mér hvar ég finn annaðhvort blöð fyrir single blade razors eða tólið sjálft? Ég var vanur að finna svona frá Wilkinsons Sword í öllum apotekum en núna finn ég það hvergi. Ég get ekki farið aftur í þessar 3-4-5 blaða sköfur, þær raka mig ekki eins vel og ég hef miklu miklu meiri inngróin hár frá þeim.
Ég vil helst ekki þurfa að panta eitthvað svona frá útlöndum því það er eitthvað svo mikið vesen fyrir svona lítinn hlut.
Ég þigg uppástungur bæði fyrir sömu tegund eða get keypt nýja tegund af sköfu ef þess þarf.